Sundlaugin lokuð vegna lítils þrýstings

Sundlaug Stokkseyrar hefur verið lokað til 18. janúar vegna lítils þrýstings á heita vatninu til Stokkseyrar.

Með því að loka sundlauginni í þennan tíma er vonast til að þrýstingurinn haldist fyrir íbúðarhús og önnur fyrirtæki á Stokkseyri.

Sundlaugin verður opnuð aftur mánudaginn 18. janúar.

Fyrri greinBreytingar framundan á húsnæði Kjarnans
Næsta greinNýtt hjúkrunarheimili reist í Árborg