Sundlaugin í Hveragerði lokuð

Sundlaugin í Hveragerði er lokuð þessa dagana vegna fráveituframkvæmda. Áætlað er að opna á nýjan leik þann 19. apríl.

Það er Óskaverk ehf sem sér um fráveituframkvæmdir. en einnig er verið að endurnýja lagnir í búningsklefum og fleira.

Opið verður í líkamsrækt frá kl 16 – 20 virka daga en ekki verður hægt að nota búningsherbergi og sturtu.
Bæjaryfirvöld í Hveragerði samþykktu í síðustu viku að lengja opnunartíma sundlaugarinnar. Frá 15. maí til 15. ágúst 2013 verður opið frá kl. 7:00 til 20:30 á virkum dögum og frá kl. 10:00 til 19:00 um helgar.
Fyrri greinGuðmunda tryggði Íslandi sigur
Næsta greinÚrslitin ráðast í kvöld