Sundlaugin á Hellu opnar aftur

Sundlaugin á Hellu opnar aftur föstudaginn 14. júní kl. 6:30 eftir gagngerar breytingar og lagfæringar á búningsaðstöðu og á framsvæði við aðalinngang.

Aðalbreytingarnar inni felast í því að sturtuaðstaða beggja kynja er aukin og endurbætt, sturtum fjölgar um helming í hvorum klefa og bætt hefur verið við salernisaðstöðu fyrir fatlaða í báðum klefum.

Saunabaðið hefur verið fært til og uppfært og allar lagnir, bæði vatns- og frárennslislagnir eru endurnýjaðar, sömuleiðis gólf og veggefni.

Aðkomusvæði sundlaugarinnar hefur líka fengið andlitslyftingu, stoðveggjum breytt og hellulagnir endurnýjaðar með snjóbræðslu undir. Þá hafa nýjar rafdrifnar útihurðir hafa verið settar upp, bæði aðkomuhurð og sú sem snýr út í sundlaugargarð.

Fyrri greinHlíf skaut Selfyssinga út úr bikarnum
Næsta greinDádýrshaus stolið í annað sinn