Sundlaugargestateljari á heimasíðu Árborgar

Vegna fjöldatakmarkana er aðeins 77 gestum hleypt inn í Sundhöll Selfoss þessa dagana og 25 í sundlaugina á Stokkseyri.

Til þess að gefa fólki kost á að fylgjast með stöðunni á fjölda gesta hefur verið settur upp teljari á heimasíðu Árborgar, þar sem fylgjast má með.

Á Selfossi er fólk hvatt til þess að vera ekki lengur í sundi en 90 til 120 mínútur til þess að gefa fleirum kost á að njóta lauganna.

Fjöldatakmarkanirnar breytast næstkomandi mánudag, þegar 116 mega vera í sundi á sama tíma á Selfossi og 38 á Stokkseyri og ef allt gengur upp verða takmarkanir síðan afnumdar þann 15. júní.

Hér má skoða gestateljarann á heimasíðu Árborgar.

Fyrri greinHandtekinn eftir falskt útkall á Ölfusá
Næsta greinBaldvina ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar