Sundlaugar Árborgar opnar

Rangt var sagt frá í frétt í Sunnlenska að lokað yrði í sundlaugunum á Selfossi og Stokkseyri á uppstigningardag.

Ákveðið var að hafa sérstaka hátíðaropnun í tilefni Vors í Árborg og því er opið í Sundhöll Selfoss frá 10:00 – 18:00 og í Sundlaug Stokkseyrar frá 12:00 – 15:00.

Beðist er velvirðingar á mistökunum.