Sundlaug Stokkseyrar lokað vegna kulda

Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð í dag, föstudag, vegna lítils þrýstings á heita vatninu á Stokkseyri. Útisvæði Sundhallar Selfoss er lokað, en innilaugin opin.

Dregið hefur verið úr starfsemi Sundhallar Selfoss þannig að einungis innilaugin er opin það sem eftir lifir dagsins í dag. Líkamsrækin í kjallara er einnig opin.

Vonast er til að þetta ástand vari aðeins í dag en kuldakastið síðustu daga er að hafa þessi áhrif.

Fyrri greinUpplýsingamiðstöðvar verði einnig öryggismiðstöðvar
Næsta greinJólastund Tóna og Trix