Sundlaug Stokkseyrar lokað tímabundið

Sundlaug Stokkseyrar. Ljósmynd/Árborg

Vegna mikils álags á hitaveitu Sveitarfélagsins Árborgar hefur sundlaug Stokkseyrar verið lokað tímabundið. Laugin verður væntanlega opnuð aftur næstkomandi mánudag, þann 8. janúar.

Þetta er gert til að koma í veg fyrir að dæla sem heldur uppi í þrýstingi á Stokkseyri slái út og valdi heitavatnsskorti í þorpinu. Dælan sló út í gærkvöldi þegar opnað var í sundlauginni sem varð til þess að hitakerfi skólans á Stokkseyri datt út og var kalt á kennurum og nemendum í morgun.

Spáð er hlýrra veðri eftir helgina og verður sundlaugin þá væntanlega opnuð á nýjan leik.

Fyrri grein„Seljum einungis gæðavörur á lágu verði“
Næsta greinFyrsti Sunnlendingur ársins er Rangæingur