Sundhöllinni lokað vegna heitavatnsskorts

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Sundhöll Selfoss hefur verið lokað en heitavatnsskortur er í Sveitarfélaginu Árborg eftir að eldsvoði varð í rafmagnskáp í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti, eins og sunnlenska.is greindi frá í morgun.

Þar sem borholan er ekki í notkun er orkuöflun Selfossveitna verulega skert, sem kallar á að viðbragsáætlun veitunnar hefur verið virkjuð.

Sundhöllinni hefur verið lokað þar til nákvæmari tímalína liggur fyrir um heitavatnsstöðuna. World Class verður opið, sem og búningsklefar og sturtur.

Fyrri greinSterkustu skákmenn landsins mæta til leiks á Selfossi
Næsta greinEndurkoma í 4. leikhluta dugði ekki til