Sundhöllin opnuð aftur á miðvikudag

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Sundhöll Selfoss verður opnuð aftur aftur á hefðbundnum tíma í fyrramálið, miðvikudaginn 21. október.

Sundhöllinni var lokað síðastliðinn laugardag eftir að starfsmaður greindist með kórónuveirusmit og nokkrir starfsmenn þurftu að fara í sóttkví í kjölfarið.

Í tilkynningu frá Árborg eru gestir beðnir um að huga vel að persónulegum sóttvörnum og fylgja fyrirmælum starfsmanna til að takmarka líkur á smitum.

Fyrri greinSelfoss fær efnilega vinstri skyttu
Næsta greinVegleg verðlaun í Ólympíuhlaupinu til Sunnulækjarskóla