Sundhöll Selfoss lokuð vegna viðhalds

Sundhöll Selfoss er lokuð frá deginum í dag og fram á laugardag vegna árlegs viðhalds.

Að auki er verið að skipta um dúk í útilaug og búa til tröppur og ramp ofan í útilaugina.

Sundlaug Stokkseyrar er opin og gilda árskortin í Sundhöll Selfoss í þá laug líka.

Sundhöll Selfoss opnar aftur á laugardaginn kl. 9 en útilaugin verður lokuð þar til nýr dúkur er kominn á.