Sundhöll Selfoss lokað vegna smits hjá starfsmanni

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sundhöll Selfoss hefur verið lokað eftir að starfsmaður greindist með COVID-19 smit. Nokkrir starfsmenn eru komnir í sóttkví í kjölfarið.

Í samráði við almannavarnir og til að gæta fyllsta öryggis fyrir aðra starfsmenn og gesti hefur Sundhöll Selfoss því verið lokað tímabundið, en hún mun opna aftur miðvikudaginn 21. október.

Í tilkynningu frá Árborg segir að lokunin taki gildi í dag, laugardag, en vonast er til að hægt verði að opna Sundhöllina aftur næstkomandi miðvikudag eftir að niðurstöður úr skimunum liggja fyrir.