Sumarsnjór heilsaði Sunnlendingum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það er dásamlegt um að líta á Selfossi á áttunda degi sumars. Það er hnausþykkur jafnfallinn snjór og einsdrifs bílar á sumardekkjum í mestu vandræðum í öllum hverfum.

Sunnlenska.is tók leikskólabörn tali á leikskólanum Jötunheimum í morgun og þau voru hæstánægð með að fá sumarsnjó. Við mælum með að aðrir fari að þeirra fordæmi og horfi björtum augum fram á við. Vonandi taka einhverjir sig til og moka upp grillið og garðhúsgögnin í kvöld og skella einhverju góðu á grillið í tilefni dagsins.

Veðurstofan reiknar með að það snjói fram eftir degi og fram á nótt en léttir til á morgun.

Myndirnar tala sínu máli.

Ljósmynd/Magnús Öfjörð
Ljósmynd/Elísabet Ingvarsdóttir
Ljósmynd/Helga Guðmundsdóttir
Ljósmynd/Helga Guðmundsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Sigurðardóttir
Ljósmynd/Eygló Gränz
Ljósmynd/Halldór Grétarsson
Fyrri greinÓvæntur skellur í fyrsta leik
Næsta greinStöndum vörð um grunnþjónustuna