Sumarhúsaeigendur geta sofið rólegir

Lögreglustjórinn á Hvolsvelli hefur ákveðið að aflétta tilmælum til sumarhúsaeigenda á svæðinu um dvelja ekki yfir nótt í húsum sínum. Þeir sem eiga sumarhús á svæðinu eru hvattir til að fylgjast áfram vel með tilkynningum.

Ekki hafa orðið miklar breytingar á gosinu sjálfu en hraun virðist nú vera farið að renna einnig að Hvannárgili en aukning hefur orðið í rennsli Hvannár.

Ennþá er lokað inn í Þórsmörk en reglulega er skoðað hvort og hvenær verður óhætt að opna þangað.

Fyrri greinKnattspyrna: Atli klóraði í bakkann
Næsta greinSelfyssingar mæla hraunrennsli