Sumarhús í mikilli nálægt við sinueld

Drónamynd frá Hjálparsveitinni Tintron sem sýnir umfang eldsins í dag. Ljósmynd/Tintron

Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Laugarvatni, Reykholti og Selfossi voru kallaðir út rétt fyrir klukkan 16 í dag eftir að eldur kviknaði í sinu í sumarbústaðalandi við suðurbakka Apavatns í Grímsnesi.

Nokkur hús og töluverður gróður voru í mikilli nálægð við eldinn sem brann á nokkuð stóru svæði en slökkviliðinu tókst að forða því að eldur bærist í húsin. Landslagið var hins vegar erfitt yfirferðar og þurfti að leggja út talsvert af slöngum til að ná tökum á ástandinu.

Slökkviliðið naut einnig liðsinnis Hjálparsveitarinnar Tintron sem mætti á svæðið með dróna til þess að mynda umfangið og hitamynda svæðið. Slökkvistarfi var lokið um klukkan 18.

Fyrri greinSóttu slasaðan ferðamann í Kerið
Næsta greinKýrnar aldrei farið jafn snemma út í sumarið