Sumarhús eyðilagðist í eldsvoða

Húsið var alelda þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Stór sumarbústaður við Skógarholtsbraut í landi Öndverðarness í Grímsnesi eyðilagðist í eldsvoða í nótt. Bústaðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp.

Útkallið barst um klukkan 2 í nótt og var sumarbústaðurinn var alelda þegar slökkviliðsmenn frá Selfossi og Hveragerði komu á vettvang. Þéttur trjágróður var umhverfis húsið og var fyrsta viðbragð slökkviliðsmanna að koma í veg fyrir frekari gróðurelda.

Slökkvistarf stóð fram undir morgun og er húsið gjörónýtt.

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Húsið er gjörónýtt. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Fyrri greinTröllatvenna Asante dugði ekki til
Næsta grein„Komið að mér að gefa til baka“