Sumarfrí leikskóla stytt og lokun skarast ekki

Bæjarráð Hveragerðis samþykkti á síðasta fundi sínum að næsta sumar verði leikskólar sveitarfélagsins lokaðir í fjórar vikur í stað fimm eins og verið hefur og að ekki verði skörun á lokun þeirra.

Undanfarin ár hafa leikskólar Hveragerðisbæjar verið lokaðir á sumrin í fimm vikur hvor og hefur lokunin skarast um tvær vikur.

Í minnisblaði bæjarstjóra vegna málsins kemur m.a. fram að þessi langa lokun hafi vakið blendnar tilfinningar hjá foreldrum sem margir hverjir eiga ekki svona langt sumarfrí og hefðu líka einnig gjarnan viljað geyma nokkra daga til að nýta í vetrarfríi grunnskólans eða á starfsdögum leikskólanna yfir veturinn.

Fyrri greinLógó í Listagjánni
Næsta greinJóhanna Ýr nýr æskulýðsfulltrúi