Sumardeginum fyrsta aflýst

Veðurguðirnir skemmta sundlaugargestum í Laugaskarði. sunnlenska.is/Jóhanna SH

COVID-19 faraldurinn hefur margvísleg áhrif í samfélaginu og daglegt líf Íslendinga er allt annað en venjulega.

Fjölda viðburða og mannamóta hefur verið frestað vegna samkomubannsins og nú hafa Hvergerðingar gengið svo langt að aflýsa Sumardeginum fyrsta. Um árabil hefur verið fjölbreytt dagskrá í Hveragerði þennan hátíðisdag og hvergi betra að fagna sumarkomunni.

Sjá nánar hér

Fyrri greinLið ML í 2. sæti í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna
Næsta greinRisaurriði úr Ytri-Rangá