Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur hjá MFÁ

MFÁ verður með listasmiðju fyrir börn á Sumardaginn fyrsta. Ljósmynd/Aðsend

Myndlistarfélag Árnesinga (MFÁ) endar viðburðarröð síðan „Myndlist 40-4“ á sumardaginn fyrsta með útimyndlistarsýningu í Tryggvagarði, Selfossi. Er þetta í fyrsta skipti sem félagið heldur útisýningu.

Einnig verður félagið með opið hús á vinnustofum sínum í Sandvíkursetrinu þar sem verður jafnframt listasmiðja fyrir börn frá klukkan 11-13.

Fyrri greinVel studdir Selfyssingar skiluðu sínu á NM
Næsta greinCarlos tekur við sem þjálfari Selfoss