Sumar á Selfossi öllum til gleði og ánægju

Bæjarhátíðin „Sumar á Selfossi“ fór fram um helgina og í dagbók lögreglunnar segir að hún hafi farið vel fram, öllum til gleði og ánægju.

Hátíðin hófst á miðvikudag og lauk í gær, sunnudag. Hápunktur hátíðarinnar var í Sigtúnsgarðinum á laugardagskvöld þar sem um tíuþúsund manns komu saman á Sléttusöng.

Hátíðarhöldin fóru mjög vel fram en Knattspyrnufélag Árborgar hélt hátíðina, í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg og fyrirtæki í bænum.

Fyrri greinStolinn bíll frá Selfossi fannst á Dalvík
Næsta greinLögreglan með eftirlit á hálendinu