Sumar á Selfossi í samstarf við Ölgerðina

Knattspyrnufélag Árborgar og Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hafa gert þriggja ára samning um kaup á drykkjum og öðrum vörum fyrir fjölskylduhátíðina Sumar á Selfossi, sem haldin er í byrjun ágúst.

Vörur frá Egils verða því til sölu í Sigtúnsgarðinum á meðan hátíðin stendur yfir í ár sem og næstu tvö ár þar á eftir.

„Knattspyrnufélag Árborgar fer ekki leynt með ánægju sína á þessum samningi sem þessi gerir okkur auðveldara fyrir að halda þessa glæsilegu hátíð. Það er gæðastimpill á hátíðina að fyrirtæki eins og Ölgerðin vilji gera langtímasamning við hana, ekki bara vegna styrkleika þessa fyrirtækis heldur sýnir það að Ölgerðin hefur trú á því að þessi hátíð sé komin til að vera og þeir vilji vera partur af henni. Það er ómetanlegt fyrir okkur og mikil hvatning til áframhaldandi starfa,“ sagði Guðjón Bjarni Hálfdánarson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, í samtali við sunnlenska.is.

Sævar Þór Gíslasson, svæðisstjóri Ölgerðarinnar á Suðurlandi segir að Ölgerðin hafi metnað til að leggja Sumar á Selfossi lið enda sé hátíðin einn stærsti og glæsilegasti viðburðurinn í sveitarfélaginu. „Við vonum að samstarfið verði báðum gæfuríkt og komi til með að styrkja þessa hátíð til muna,“ sagði Sævar Þór.

Fyrri greinFjórar milljónir króna í sektir
Næsta greinLoksins sigur hjá Selfyssingum