Sumar á Selfossi frestað

Sléttusöngur á Selfossi. Ljósmynd/Anna Rúnarsdóttir

Bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi hefur verið frestað vegna gildandi fjöldatakmarkana, en hátíðin átti að fara fram 5.-8. ágúst.

„Við ætlum að bíða og sjá hvernig málin þróast en við erum að vonast eftir því að geta haldið hátíðina um mánaðamótin ágúst/september,“ segir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, í tilkynningu á Facebooksíðu hennar.

Fyrri greinTvíbreið brú yfir Stóru-Laxá boðin út
Næsta greinSuðurlandsdjazz um versló