Suðurlandvegur lokaður austan við Steina

Búið er að loka Suðurlandsvegi milli Steina undir Eyjafjöllum og Víkur í Mýrdal. Þar hafa ökumenn verið að lenda í vandræðum og festa bíla sína.

Vegurinn verður lokaður í einhvern tíma á meðan verið er að losa bíla.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að þæfingsfærð sé á Reynisfjalli og á nokkrum leiðum í uppsveitum Árnessýslu.

Fyrri greinByssusýningu Veiðisafnsins frestað
Næsta greinTakmörkun á þjónustu og starfsemi í Ölfusi