Tveir fluttir á sjúkrahús – búið að opna veginn

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Búið er að opna Suðurlandsveg á nýjan leik en honum var lokað eftir harðan árekstur fólksbíls og jeppa austan við gatnamótin við Biskupstungnabraut, rétt vestan við Selfoss kl. 16 í dag.

Tveir voru fluttir á sjúkrahús til Reykjavíkur.

Vegurinn var opnaður á nýjan leik um klukkan 17:38 en lögreglan stýrði umferðinni á vettvangi í upphafi til þess að greiða úr mestu umferðarflækjunni.

Kl. 16:10:
Suðurlandsvegur er nú lokaður austan við gatnamótin við Biskupstungnabraut, rétt vestan við Selfoss, eftir að tveir bílar lentu í árekstri þar.

Unnið er að því að klippa út einn aðila úr hvorum bíl. Þeir eru báðir með meðvitund en ekki er vitað frekar um ástand þeirra.

Suðurlandsvegur verður lokaður vegna vinnu á vettvangi í einhverja stund.

Hjáleið um Eyrarbakkaveg og Þorlákshafnarveg og eins er unnt að komast upp Biskupstungnabraut og yfir hjá Laugarási.

Fyrri greinHvíld frá amstri dagsins og stressinu fyrir jól
Næsta greinFjórtán fulltrúar frá Selfossi í landsliðshópum