Suðurlandsvegur er lokaður vegna umferðarslyss skammt austan við Rimhúsaál undir Eyjafjöllum.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi lentu rúta og fólksbíll í árekstri í hádeginu. Tuttugu farþegar voru í rútunni og þrír í fólksbílnum en við fyrstu sýn virðist enginn alvarlega slasaður.
Vegurinn er lokaður við Skálakot en hjáleið um Skálakotsveg.

