Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Suðurlandsvegur er lokaður vegna umferðarslyss skammt austan við Rimhúsaál undir Eyjafjöllum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi lentu rúta og fólksbíll í árekstri í hádeginu. Tuttugu farþegar voru í rútunni og þrír í fólksbílnum en við fyrstu sýn virðist enginn alvarlega slasaður.

Vegurinn er lokaður við Skálakot en hjáleið um Skálakotsveg.

Fyrri greinSelfoss dróst gegn AEK Aþenu
Næsta grein„Öflugir stuðningsmenn eru eins og tólfti leikmaðurinn“