Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

Nokkur fjöldi ferðamanna bíður þess í Vík í Mýrdal að vegurinn opni á nýjan leik. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Suðurlandsvegur er ennþá lokaður við Sólheimasand eftir alvarlegt umferðarslys sem varð þar á sjöunda tímanum í kvöld. Tvö ökutæki lentu þar í hörðum árekstri.

Lögreglan á Suðurlandi gefur ekki frekari upplýsingar um slysið sem stendur en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tvo af slysstað á bráðamóttöku Landspítalans. Þyrlan lenti þar laust fyrir klukkan tíu í kvöld.

Engar hjáleiðir eru framhjá slysstað og vegfarendur því beðnir um að fylgjast með fréttum en þessi frétt verður uppfærð um leið og vegurinn opnar á ný.

Uppfært kl. 23:40: Búið er að opna veginn aftur.

Fyrri grein„Frábært hvað læknar eru opnir fyrir þessu“
Næsta greinTrausti býður sig fram sem formaður Bændasamtakanna