Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Suðurlandsvegur er lokaður rétt vestan við Kjartansstaði í Flóahreppi vegna umferðarslyss.

Umferð er beint um hjáleið um Urriðafossveg og Villingaholtsveg.

UPPFÆRT KL. 19:20: Búast má við að Suðurlandsvegur verði lokaður fram eftir kvöldi vegna rannsóknar á vettvangi.

UPPFÆRT KL. 22:00: Búið er opna veginn á nýjan leik. Þrír voru fluttir slasaðir með sjúkrabílum til Reykjavíkur eftir harðan árekstur tveggja bíla.

Fyrri greinTvær bílveltur í uppsveitunum
Næsta greinFasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkar í Rangárþingi ytra