Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Suðurlandsvegur er lokaður í Ölfusi, um óákveðinn tíma, eftir árekstur vestan við Kögunarhól í hádeginu.

Neyðarlínan fékk tilkynningu um slysið kl. 12:21.

Á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi er umferð beint um Hvammsveg.

UPPFÆRT KL. 13:44 Búið er að opna veginn á nýjan leik.

Fyrri greinVegferðin og fjölskyldan
Næsta greinViðtökurnar fram úr björtustu vonum