Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Suðurlandsvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna umferðarslyss rétt vestan við Markarfljót, við gatnamótin að Hólmabæjarvegi. Fólksbíll og rúta skullu þar saman laust fyrir klukkan 11 í morgun.

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Rangárvallasýslu þurftu að beita klippum til að ná ökumanni fólksbifreiðarinnar út.

Ökumaður og faþegi fólksbifreiðarinnar voru fluttir af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki er talið að um lífshættulega áverka sé að ræða. Bílstjóri og farþegar rútunnar sluppu án meiðsla.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssing og nýtur hún aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan getur ekki veitt nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Suðurlandsvegur er lokaður og verður það eitthvað áfram. Ökumönnum er bent á hjáleið um Landeyjarhafnarveg / Bakkaveg.

UPPFÆRT 13:15

 

 

 

 

Fyrri greinMeð faðm upp á 2,10 m
Næsta greinVatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO