Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss við Hellu

Ljósmynd/Hrafn Erlingsson

Suðurlandsvegur er lokaður vegna umferðarslyss rétt vestan við Hellu. Mikil umferð er á svæðinu og teygja bílaraðirnar sig að Landvegamótum vestan megin og Hvolsvelli austan megin.

Þarna var vörubíl ekið aftan á jeppling vestan við brúna yfir Ytri-Rangá og hafnaði vörubíllinn hálfur utan vegar. Samkvæmt heimildum sunnlenska.is urðu minniháttar slys á fólki en vörubíllinn er við það að velta og hefur hann verið festur við tækjabíl frá Brunavörnum Rangárvallasýslu.

Ekki náðist í lögregluna á Suðurlandi við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt heimildarmönnum sunnlenska.is á vettvangi verður vegurinn ekki opnaður aftur fyrr en vörubílnum hefur verið komið upp á veg.

UPPFÆRT KL. 13:15: Búið er að opna fyrir umferð.

Ljósmynd/Hrafn Erlingsson
Fyrri greinMikilvægt að kunna að slaka á
Næsta greinÓlympíudagurinn haldinn hátíðlegur í Þorlákshöfn