Suðurlandsvegur lokaður undir Eyjafjöllum

Búið er að loka Suðurlandsvegi milli Markarfljóts og Víkur vegna veðurs og færðar.

Þetta er nokkru fyrr en áætlað hafði verið. Færð var farin að þyngjast um Reynisfjall snemma í kvöld. Björgunarsveitarmenn úr Vík fóru að flugvélaflakinu á Sólheimasandi síðdegis til þess að hreinsa svæðið af ferðamönnum. Talsverður fjöldi fólks og bíla var á svæðinu og fylgdu björgunarsveitarmenn fólkinu í bílalest til Víkur.

UPPFÆRT kl. 21:43: Ríkisútvarpið greinir frá því að búið er að opna fjöldahjálparstöð í Leikskálum í Vík í Mýrdal. Þar voru tíu manns auk umsjónarmanna um klukkan níu í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá töflu frá Vegagerðinni yfir áætlaðar lokanir.

Aðgerðastjórn verður virk frá kl. 04:00 á Selfossi og vettvangsstjórnir frá sama tíma austur um Suðurland. Á Höfn verður staðan metin hvað þetta varðar í kvöld en þar eru viðbragðsaðilar klárir líkt og allstaðar í umdæminu.

Landshluti  Vegkafli / Vegnr. Tími
SV-land Hellisheiði (1), Þrengsli (39) og Sandskeið (1) Frá kl. 2:00 til 14:00
Mosfellsheiði (36) Frá kl. 2:00 til 15:00
Lyngdalsheiði (365) Frá kl. 2:00 til 13:00
Kjalarnes (1) Hviðuástand Frá kl. 2:00 til 15:00
Reykjanesbraut (41) Frá kl. 3:00 til 12:00
Grindavíkurvegur (43) Frá kl. 3:00 til 12:00
Suðurstrandavegur Frá kl. 1:00 til 13:00
Vesturland Hafnarfjall (1) Hviðuástand Frá kl. 0:00 til 15:00
Brattabrekka (60) Frá kl. 2:00 til 16:00
Vatnaleið (56) Frá kl. 5:00 – óljóst
Vestfirðir Steingrímsfjarðarheiði (61) Frá kl. 6:00 – 7:00 (15.2)
Þröskuldar (61) Frá kl. 6:00 – 7:00 (15.2)
Hálfdán og Miklidalur (63) Frá kl. 5:00 – 6:00 (15.2)
Gemlufallsheiði (60) Frá kl. 5:00 – 6:00 (15.2)
NV-land Holtavörðuheiði (1) * Frá kl. 0:00 – óljóst
Vatnsskarð (1) * Frá kl. 0:00 til 07:00 (15.2)
Þverárfjall (744) * Frá kl. 0.00 – óljóst
Siglufjarðarvegur (76)* Frá kl. 0.00 – óljóst
NA-land Öxnadalsheiði (1) * Frá kl. 0:00 til 08:00 (15.2)
Austurland Fjarðarheiði (93) Frá 06:00 til 08:00 (15.2)
Fagridalur (1) Frá 09:00 til 16:00
Mývatns- og Möðrudalsöræfi (1) Frá 06:00 til 09:00 (15.2)
SA-land Vík – Hornafjörður (1) Frá 06:00 til 14:00
Suðurland Hvolsvöllur – Vík (1) Frá 03:00 til 14:00