Suðurlandsvegur: Búið að opna

Unnið að því að fjarlægja gáminn af veginum. Ljósmynd/Ægir Sævarsson

UPPFÆRT: Búið er að opna veginn en vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát þar sem gámurinn er enn í vegkantinum. Hann verður fjarlægður síðar í dag.

——

Suðurlandsvegur er lokaður til austurs vegna umferðaróhapps fyrir ofan Litlu kaffistofuna.

Þar virðist vörubíll hafa misst gám af bílnum og lokar hann veginum. Ekki er ljóst hversu langan tíma mun taka að opna veginn.

Umferð um Þrengslaveg og Sandskeið er opin til vesturs en Hellisheiðin er ennþá lokuð í báðar áttir og unnið er að snjómokstri.

Slysstaðurinn sást í vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Umferðin gekk hægt um Draugahlíðarbrekkuna í dag. Ljósmynd/Ægir Sævarsson
Fyrri greinBúið að opna Þrengslin
Næsta greinNýráðningar hjá Icelandic Water Holdings