Suðurlandsvegur lokaður í Flóanum

Rauða línan er vinnusvæðið en sú græna er hjáleiðin til austurs. Mynd/Vegagerðin

Í dag á að malbika aðra akreinina á Þjóðvegi 1, Suðurlandsveg, á milli Króks og gatnamótanna við Villingaholtsveg.

Veginum verður lokað til austurs frá klukkan 9 til 23 við Gaulverjabæjarveg en umferð á leið til vesturs ekur meðfram vinnusvæðinu.

Hjáleið til austurs er um Gaulverjabæjarveg, Önundarholtsveg og Villingaholtsveg.

Fyrri greinFyrsti heimasigur Ægis – Selfoss missti af dýrmætum stigum
Næsta greinÍslensk tónlist til handa sæfarendum og vegfarendum