Í dag á að malbika aðra akreinina á Þjóðvegi 1, Suðurlandsveg, á milli Króks og gatnamótanna við Villingaholtsveg.
Veginum verður lokað til austurs frá klukkan 9 til 23 við Gaulverjabæjarveg en umferð á leið til vesturs ekur meðfram vinnusvæðinu.
Hjáleið til austurs er um Gaulverjabæjarveg, Önundarholtsveg og Villingaholtsveg.