Suðurlandsvegur lokaður austan Markarfljóts

Strax var komin bílaröð þegar Þjóðvegi 1 var lokað til vesturs í Vík um klukkan 14 í dag. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Búið er að loka Suðurlandsvegi milli Markarfljóts og Hafnar í Hornafirði. Veðurviðvörun á Suðausturlandi hefur veirð uppfærð í rauða viðvörun frá kl 18 í kvöld til klukkan 2 í nótt.

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Sandskeiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði.

Gul viðvörun tók gildi á Suðurlandi klukkan 14. Hellisheiði og Lyngdalsheiði, ásamt Mosfellsheiði eru á óvissustigi til klukkan 20 og 22 í kvöld.

Aðgerðastjórn lögreglu og viðbragðsaðila verður á Suðurlandi verður virkjuð síðar í dag.

Fyrri greinGötótt vörn í tapi gegn Haukum
Næsta greinBúið að opna austur að Klaustri