Suðurlandsvegi lokað í kvöld

Björgunarsveitir á ferðinni á Mýrdalssandi í gærkvöldi. Ljósmynd/Landsbjörg

Þessa stundina fá vegfarendur fylgdarakstur yfir Mýrdalssand. Honum verður framhaldið til klukkan 22 í kvöld en þá verður Suðurlandsvegi lokað milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs.

Upplýsingar um opnun milli Hvolsvallar og Víkur verða gefnar klukkan 9 í fyrramálið og um opnun á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs verða nýjar upplýsingar gefnar klukkan 11 í fyrramálið.

Úrkomubakki gengur yfir Suðurland í nótt með hvassri suðaustanátt og snjókomu, frá Hellisheiði og austur í Mýrdal. Bakkinn gengur svo áfram frá Vík og til Hornafjarðar með deginum. Búast má við blindhríð og skafrenningi og erfiðum akstursskilyrðum á meðan bakkinn gengur yfir.

Fyrri greinUm samræmda móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu Árborg
Næsta greinTvö hús á Höfðabrekku rýmd vegna snjóflóðahættu