UPPFÆRT: Umferð stýrt um Suðurlandsveg

Suðurlandsvegur vestan Skeiðavegamóta verður malbikaður í dag, fimmtudaginn 28. ágúst og umferð stýrt um framkvæmdasvæðið á milli kl. 9 og 22.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar frá því í morgun er sagt að lokað sé til vesturs og hjáleið um Villingaholtsveg og Urriðafossveg. Það er rangt. Umferð er stýrt um vestur-akreinina og segja lesendur sunnlenska.is sem átt hafa leið um framkvæmdasvæðið að það gangi vel fyrir sig.

Til stóð að malbika þarna síðastliðinn þriðjudag, en framkvæmdunum var frestað vegna veðurs.

UPPFÆRT 28.08

Fyrri greinBíll festist í Markarfljóti
Næsta greinÚtsýnisþyrla flutti sjúkraflutningamann á slysstað