Sú ákærða er starfsmaður HSu

Nýverið kom fram í fréttum að íslenskur læknanemi hefði verið ákærð fyrir tilraun til manndráps í Ungverjalandi. Í ljós hefur komið að viðkomandi er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sendi fjölmiðlum tilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að við upphaf ráðningar kynnti konan stjórnendum á heilbrigðisstofnuninni um að kærumál gæti verið í undirbúningi gagnvart henni í Ungverjalandi.

„Stjórnendum stofnunarinnar var ekki um kunnugt um alvarleika þeirrar ákæru sem nú er komin fram. Í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga hefur verið ákveðið að konunni verði veitt leyfi frá störfum að svo stöddu,“ segir Herdís í tilkynningunni.

Í frétt RÚV kemur fram að meint brot átti sér stað sumarið 2012.

Konan er er sökuð um að hafa byrlað nígerískri konu svefnlyf í mat og þegar hún vaknaði daginn, eftir hafi íslenska konan dregið upp hamar og barið hana tvisvar í höfuðið. Verjandi konunar sagði við fréttastofu RÚV að hún hafi aðra sögu að segja af atburðunum.

Fyrri greinHamarsmaður kominn í NBA
Næsta greinGræna tunnan komin á VISS – Starfsmenn fengu fjölnota poka