Suðurlandsvegur lokaður við Núpsvötn

Lómagnúpur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Suðurlandsvegur er lokaður við brúnna yfir Núpsvötn vegna umferðaróhapps sem varð á brúnni í kvöld.

Ekki urðu slys á fólki en verið er að vinna að því að koma ökutækjum af vettvangi.

Áæltað er að lokun verði aflétt í kringum 22:45.

Fyrri greinÖlfusárbrú lokuð í eina viku í ágúst
Næsta greinSelfoss á leið í Evrópukeppnina