Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

Alvarlegt umferðarslys var nú fyrir skömmu á Suðurlandsvegi skammt frá Landvegamótum. Þrír voru í bifreiðinni og var einn fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild.

Umferð um Suðurlandsveg hefur verið lokað á meðan lögreglan er við vinnu á vettvangi. Umferð verður beint um hjáleið sem liggur inn á Landveg.

UPPFÆRT 17:00: Suðurlandsvegur hefur verið opnaður.