Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

Kl. 10:39 var lögreglu á Suðurlandi tilkynnt um að mjólkurbifreið hafi farið út af Suðurlandsvegi og oltið við Eystri Mókeldu, skammt austan Kjartansstaða.

Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynntingar eftir að slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu höfðu klippt hann lausan úr bílnum. Hann er ekki talinn í lífshættu.

Mjólkurbifreiðin lokar báðum akreinum vegarins og beðið er eftir stórvirkum tækjum til að hífa hana á pall og flytja í burtu.

Á meðan er umferð beint um Urriðafossveg (302) og Villingaholtsveg (305) Stærri bílar þurfa að fara um um Skeiðaveg og Biskupstungnabraut.

UPPFÆRT KL. 13:25: Suðurlandsvegur hefur nú verið opnaður fyrir umferð eftir lokun við Eystri Mókeldu.