Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

Suðurlandsvegur er lokaður á milli Heiðarvegar og Landvegar vegna umferðarslyss nálægt afleggjaranum að Hárlaugsstöðum. Umferð er beint um hjáleið um Heiðarveg og Hagabraut í kringum Gíslholtsvatn.

Ekki er hægt að segja á þessari stundu hversu lengi vegurinn verður lokaður en tilkynnt verður um leið og hann opnast aftur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins.

UPPFÆRT KL. 17:32: Búið erað opna fyrir umferð um Suðurlandsveg að nýju.

Fyrri greinGunnar vill kjördeild „fyrir utan á“
Næsta greinFlúðir um versló fer vel af stað