Suðurlandsvegur enn lokaður

Suðurlandsvegur er ennþá lokaður frá Hvolsvelli að Skógum. Verið er að meta aðstæður á staðnum og möguleika á frekari flóðspýjum.

Hjá Vegagerðinni segja menn líklegt að farið verði fyrr en seinna í að fylla í skörðin sem Vegagerðin lét gera í veginn í gær við Markarfljótsbrú. Spýjurnar í flóðinu hafi stækkað skörðin nokkuð.

Vegurinn um Mýrdalssand er enn lokaður vegna öskufalls.

Fyrri greinMikið öskufall í Álftaveri
Næsta greinNýr C-listi í Grímsnes- og Grafningshreppi