Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss

Lögregla hefur lokað Suðurlandsvegi við Reynishverfi, skammt vestan við Vík í Mýrdal vegna alvarlegs umferðarslyss.

Viðbragðsaðilar eru við vinnu á vettvangi og er lokun nauðsynleg til að tryggja öryggi þeirra og vernda rannsóknarhagsmuni. Lögregla biður vegfarendur að sýna tillitssemi og biðlund.

Búast má við að lokun geti varað í nokkrar klukkustundir en nánari upplýsingar eru ekki fyrirliggjandi að svo stöddu en verða veittar þegar þær berast.

UPPFÆRT 15:57: Önnur akreinin við gatnabrún er nú opin og stýrir lögregla umferð á vettvangi. Mikil bílaröð er í Mýrdalnum og gengur umferð hægt.