Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss

Suðurlandsvegur var lokaður um klukkan níu í morgun vegna umferðarslyss austan við Hveragerði. Vegurinn hefur verið opnaður aftur.

UPPFÆRT KL. 9:31: Búið er að opna veginn aftur fyrir umferð.

UPPFÆRT KL. 9:43: Lögreglan vekur athygli á því að víða í umdæminu er nú krap og slabb á vegi sem veldur mikilli hættu á að bílar “fljóti upp” og missi veggrip. Þegar hafa orðið óhöpp af þessum sökum og eru vegfarendur hvattir til að aka í samræmi við aðstæður og stilla ökuhraða í hóf.