Suðurland baðað bleiku ljósi

Í tilefni af bleikum október, mánuði bleiku slaufunnar, þar sem lögð er áhersla á árvekni gagnvart krabbameini kvenna, hafa byggingar um allt land verið lýstar bleikum ljóma.

Á Suðurlandi eru það til að mynda kirkjurnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri, Kotstrandarkirkja í Ölfusi og Selfosskirkja sem baðaðar verða bleikum ljósum í mánuðinum.

Þeir sem vilja kaupa bleiku slaufuna og styðja baráttuna gegn krabbameini hjá konum geta gert það hér.