Styttist í útboðið á hreinsistöðinni

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti deiliskipulagstillögu að fráveituhreinsistöð við Geitanes á fundi sínum í vikunni. Skipulagið verður nú sent Skipulagsstofnun til staðfestingar.

„Að því loknu verður verkið boðið út, þ.e. bygging hreinsistöðvar, frágangur vegar að svæðinu og gerð útrásar út Geitanesið og út í Ölfusá. Framkvæmdir hefjast öðru hvoru megin við áramótin og er áætlað að stöðin verði tilbúin til notkunar í lok næsta árs,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, í samtali við Sunnlenska.is

Fyrri greinÖrvar leikmaður ársins
Næsta greinÖruggur sigur í kaflaskiptum leik