Styrkur í vegabætur

Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur fengið styrk úr fjallvegasjóði að upphæð 700.000 kr. til að laga veginn á Gnúpverjaafrétti.

Til stendur að nota þá fjármuni í veginn inn Sandafell og lengra innúr eftir því sem fjármagn leyfir.

Vegabæturnar felast í því að mylja grjótið í veginum með sömu aðferð og notuð var þegar reiðvegurinn var lagður meðfram Skeiðavegi. Talsvert er um að farið sé að nota þessa aðferð við vegabætur á hálendinu, með góðum árangri.