Styrkur í höfn fyrir stækkun Kirkjuhvols

Rangárþingi eystra hefur verið úthlutað 202 milljónum króna úr framkvæmdasjóði aldraðra til uppbyggingar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli.

Styrkurinn er til að byggja viðbyggingu fyrir tólf hjúkrunarrými og bæta með því aðbúnað íbúa. Einnig er styrkurinn til að bæta þjónusturými á Kirkjuhvoli m.a. fyrir nýtt eldhús, matsal, starfsmannaaðstöðu, geymslur, skrifstofuaðstaða o.fl.

Viðbyggingin verður 1.305 fm þar sem 779 fm eru fyrir hjúkrunarrýmin og 526 fm er fyrir þjónusturými.

Unnið hefur verið markvisst að verkefninu á fjórða ár en hafist verður handa við verklegar framkvæmdir eins fljótt og auðið er.

Fyrri greinMun bjóða upp á útsýnisflug og leiguflug
Næsta greinFramkvæmdir hafnar við jarðstrengslagnir Landsnets