Styrktu stöðu þína fyrir háskólanám

Ljósmynd/Aðsend

Háskólagáttin á Bifröst er námsleið fyrir þá sem uppfylla ekki formleg inntökuskilyrði háskóla.

Námið við Háskólagáttina er sett upp eins og háskólanám sem tekur við að lokinni útskrift. Kennt er í stuttum lotum og lögð er mikil áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Allir fyrirlestrar og annað námsefni er aðgengilegt á netinu og geta nemendur því skipulagt námið alfarið eftir sínum þörfum. Þá vinna nemendur með námsefnið á fjölbreyttan hátt og glíma við raunhæf verkefni þar sem lögð er áhersla á skapandi og gagnrýna hugsun.

Í háskólagáttinni eru kenndar þrjár undirstöðugreinar, íslenska, stærðfræði og enska en í viðbót við það eru kenndar fjórar áherslugreinar, bókfærsla, lögfræði, danska og heimspeki. Hægt er að fara þrjár leiðir í námi í Háskólagátt og hægt að velja ámilli áherslusviða. Almennt nám leggur áherslu á undirstöðugreinarnar þrjár og er góður undirbúningur fyrir hvaða háskólanám sem er. Þá er einnig hægt að velja tvær leiðir með áherslu á mismunandi viðfangsefni, áhersla á verslun og þjónustu annars vegar og hins vegar áhersla á félagsvísindi. Háskólagátt með áherslu á verslun og þjónustu er góður undirbúningur fyrir nám í viðskiptatengdum greinum en ekki síður til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðnum eða í eigin rekstri. Háskólagátt með áherslu á félagsvísindi er ný lína og kennsla í henni hefst í fyrsta skipti næsta haust, áherslan er sniðin að þörfum þeirra sem stefna á áframhaldandi nám í félagsvísindum.

Námið í Háskólagátt hefur hingað til miðast við eitt ár en nú er einnig í boði að stunda námið með vinnu og er áföngunum þá skipt niður á tvö ár. Sú skipulagning námsins gefur nemendum rýmri tíma til þess að sinna hverjum áfanga fyrir sig sem og vinnu og fjölskyldu.

Allar áherslur eru kenndar í fjarnámi sem þýðir að hægt er að stunda námið hvar sem er og á eigin forsendum. Lögð er mikil áhersla á persónulega leiðsögn og þjónustu við nemendur og mikilvægur líður í fjarnáminu eru vinnuhelgar þar sem nemendur hittast og kynnast kennurunum. Vinnuhelgar eru mikilvægur liður í að tryggja persónulegt tengsl nemenda og kennara og er skólinn stoltur af þeirri persónulegu þjónustu sem hann veitir.

Námið í háskólagáttinni gaf mér ákveðið forskot þegar í háskólanám var komið. Þar lærði ég réttu vinnubrögðin sem ég tel að hefðbundið framhaldsskólanám hefði ekki gefið mér og nýttist námið mér afar vel í mínu laganámi,“ segir Hallgrímur Tómasson, sem útskrifaðist úr Háskólagátt 2015, er nú í meistaranámi í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík.

Nánar er hægt að lesa sér til um námsframvindu og forkröfur og fleira á heimasíðu skólans, bifrost.is en umsóknarfrestur í háskólagáttina rennur út 20. júní næstkomandi.

Fyrri greinGuðmundur með fernu fyrir KFR
Næsta greinLilja ráðin kynningarfulltrúi og Þuríður atvinnufulltrúi