Styrktu börn í Suður-Súdan

Útskriftarhópur 10. bekkinga í Grunnskólanum í Hveragerði styrkti á dögunum neyðarsöfnun UNICEF um 100.000 krónur.

Um er að ræða afgang af ferðasjóði 10. bekkjar sem þau ákváðu að láta renna til hjálpar börnum í Suður-Súdan. Á Facebooksíðu UNICEF kemur eftirfarandi fram: „Takk innilega fyrir krakkar! Þið megið vera virkilega stolt af ykkur og gangi ykkur sem allra best í framtíðinni!“

Fyrri greinSelfoss fékk Fylki í undanúrslitum
Næsta greinGuðmundur kvaddur eftir 41 árs starf