Styrktu björgunarsveitirnar um samtals eina milljón króna

Óskar Rafn Emilsson, gjaldkeri Eyvindar, tekur við staðfestingu á veittum styrk frá Haraldi Ívari Guðmundssyni, formanns Lionsklúbbsins Dynks. Með þeim á myndinni er Sigvaldi K. Jónsson, formaður verkefnanefndar hjá Dynki. Ljósmynd/Dynkur

Lionsklúbburinn Dynkur afhenti björgunarsveitunum Sigurgeiri, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Eyvindi í Hrunamannahreppi, veglega styrki fyrir jól.

Hvor sveit var styrkt um hálfa milljón króna og verða styrkirnir nýttir til tækjakaupa. Formenn sveitanna, þeir Óskar Rafn Emilsson og Björgvin Þór Harðarson veittu styrkjunum viðtöku úr höndum Haraldar Ívars Guðmundssonar, formanns Dynks og Sigvalda K. Jónssonar, formanns verkefnanefndar hjá Dynki.

Formaður Sigurgeirs, Björgvin Þór Harðarson, tekur við styrk Dynks frá Haraldi og Sigvalda. Ljósmynd/Dynkur
Fyrri greinÞórsarar töpuðu nágrannaslagnum
Næsta greinFjögur umferðarslys á tveimur klukkutímum